Hestaferðir

Hestaferðir

Við höfum boðið upp á hestaferðir síðan árið 2000. Persónuleg og vönduð þjónusta, frábærir hestar og vel viðhaldinn búnaður tryggir hágæða upplifun. Fyrirtækið okkar er með öll tilheyrandi starfsleyfi.

Stuttar ferðir

Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir með leiðsögn í fallegu umhverfi.
Farið er einungis með litla hópa. Við erum með frábæra hesta sem henta vönum og óvönum knöpum.
Lágmarksaldur er 6 ára. Hægt er að teyma undir yngri börn heima á bænum.
Nauðsynlegt er að bóka tíma

Brottfarartímar

  • 9:30
  • 13:00
  • 16:00

Verð

Byrjendur & Lengra komnir

1 klst. - 10.000 ISK
2 klst. - 14.000 ISK

Skagfirskt hestaævintýri

Við bjóðum upp á skagfirskt hestaævintýri á búgarðinum okkar frá maí til október.
Komdu með okkur í tveggja tíma reiðtúr og lengdu dvölina með því að gista í einu af gestahúsunum okkar.
Kjörið tækifæri til að slaka á og njóta skagfirsku sveitarstemningarinnar!
Hentar bæði vönum og óvönum knöpum, lágmarksaldur er 6 ára.
Bókanlegt:
  • Maí, september & október: á öllum lausum dagsetningum
  • Júní - ágúst: eingöngu á lausum millidögum

Verð fyrir 2 manns: ISK 50.000
Sendu fyrirspurn!

Sveitadvöl

Langar þig í sveitadvöl með daglegar hestaferðir í fallegu umhverfi?
Þú getur leigt eitt af gestahúsum okkar fyrir þig og þína fjölskyldu eða vini.
Á tímabilinu júní-ágúst bjóðum við upp á ákveðið prógram með vel völdum hestaferðum (2-5 tímar) fyrri part dags þannig að hægt er að njóta seinni part dags til að slappa af, fara í sund eða göngutúra, rúnta um fallega Skagafjörðinn okkar eða njóta þeim fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum sem svæðið bíður upp á.
  • Lágmark 2 þátttakendur
  • Lágmarksaldur fyrir prógrammið er 10 ára. Reynsla á hestbaki er nauðsynleg
  • Verð fyrir pakka: 99.000 ISK á mann
  • (Ath. gisting er greidd aukalega)

Áætlun

Mánudagur

2 klst. reiðtúr kl 16:00

Þriðjudagur

3,5 klst. reiðtúr kl 9:30

Miðvikudagur

3 klst. reiðtúr kl 9:30

Fimmtudagur

5 klst. reiðtúr kl 9:30

Föstudagur

3 klst. reiðtúr kl 9:30

Laugardagur

4 klst. reiðtúr kl 9:30
Lýtingsstaðir - Hestaferðir